Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Fjöldi fólks reyndi að snerta líkbilinn þegar farið var með kistu Diegos Maradona í Jardin Bella Vista kirkjugarðinn þar sem hann var lagður til hinstu hvílu. getty/Mariano Gabriel Sanchez Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. Diego Maradona var jarðaður í gær. Hann lést í fyrradag, sextugur að aldri, af völdum hjartaáfalls. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstaddir athöfnina í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres. Maradona var jarðaður við hlið foreldra sinna, Dölmu og Diego. Fjölmenni safnaðist saman þegar ekið var með kistu Maradonas í kirkjugarðinn. Margir reyndu að snerta líkbílinn í hvert einasta skipti sem umferð stöðvaðist. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í tólf klukkutíma. Hún var sveipuð argentínska fánanum og treyjum sem hann spilaði í með númerinu 10 á bakinu. Aðdáendur Maradona mynduðu rúmlega kílómetra langa röð við forsetahöllina þar sem þeir biðu eftir því að votta honum virðingu sína. Átök brutust síðan út milli þeirra og lögreglunnar. Steinum og öðru lauslegu var kastað í lögregluna sem svaraði með því að nota táragas og plastkúlur. Nokkrir meiddust í átökunum og nokkrir voru handteknir. Á endanum þurfti að stöðva athöfnina og farið var með kistu Maradonas í kirkjugarðinn síðdegis. Maradona er í guðatölu í Argentínu og þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í landinu eftir andlát hans. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Diego Maradona var jarðaður í gær. Hann lést í fyrradag, sextugur að aldri, af völdum hjartaáfalls. Aðeins fjölskylda og nánustu vinir voru viðstaddir athöfnina í Jardin Bella Vista kirkjugarðinum í Búenos Aíres. Maradona var jarðaður við hlið foreldra sinna, Dölmu og Diego. Fjölmenni safnaðist saman þegar ekið var með kistu Maradonas í kirkjugarðinn. Margir reyndu að snerta líkbílinn í hvert einasta skipti sem umferð stöðvaðist. Kista Maradonas var til sýnis í forsetahöllinni í tólf klukkutíma. Hún var sveipuð argentínska fánanum og treyjum sem hann spilaði í með númerinu 10 á bakinu. Aðdáendur Maradona mynduðu rúmlega kílómetra langa röð við forsetahöllina þar sem þeir biðu eftir því að votta honum virðingu sína. Átök brutust síðan út milli þeirra og lögreglunnar. Steinum og öðru lauslegu var kastað í lögregluna sem svaraði með því að nota táragas og plastkúlur. Nokkrir meiddust í átökunum og nokkrir voru handteknir. Á endanum þurfti að stöðva athöfnina og farið var með kistu Maradonas í kirkjugarðinn síðdegis. Maradona er í guðatölu í Argentínu og þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í landinu eftir andlát hans.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira