Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 15:01 Chris Richards lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik þegar Bayern München vann Red Bull Salzburg í gær, 3-1. getty/Alexander Hassenstein Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira