Hríðarveður í kortunum: Takmarkað skyggni og hviður allt að 40 metrar á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:15 Vindaspákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið; þau landsvæði sem sleppa við viðvaranir í þetta sinn eru Suðausturland, Austfirðir, Austurland að Glettingi og Norðurland eystra. Þegar þetta er skrifað er reyndar gul viðvörun í gildi þar vegna sunnan storms en hún fellur úr gildi klukkan 8 nú í morgunsárið. Verður einna verst á Reykjanesi Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að meðalvindur geti farið í allt að 25 metra á sekúndu og í hviðum upp í allt að 38 til 40 metra á sekúndu. Veðrið verði einna verst á Reykjanesi og á svæðinu sem nær frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Þá bendir hann á að veðrinu geti fylgt há sjávarstaða og sjógangur. Þannig megi búast við hárri sjávarstöðu í eftirmiðdaginn og mikilli ölduhæð vestur og suðvestur af landinu. Gul viðvörun vegna suðvestanhríðar er í gildi á Faxaflóa frá 9 til 13 í dag. Síðan tekur við appelsínugul viðvörun á svæðinu sem gildir frá 13 til 23 í kvöld: „Suðvestan 18-25 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda,“ segir á vef Veðurstofunnar. Það sama er uppi á teningnum á Breiðafirði. Þar er gul viðvörun vegna suðvestan hvassviðris og élja frá klukkan 9 til 12. Svo tekur við appelsínugul viðvörun til klukkan 23 í kvöld þar sem varað er við suðvestan stormi eða roki og éljum: „Búist er við suðvestan 18-25 m/s og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjunum.“ Mjög takmarkað skyggni á höfuðborgarsvæðinu „Það verður hvasst og ennþá hvassara í éljunum sjálfum. Þetta er allt að keyrast í gang og ætli þetta verði ekki orðið ansi leiðinlegt um hádegið,“ segir Páll í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu er gul viðvörun vegna suðvestanhríðar frá 9 í dag til 5 í fyrramálið. Spáð er 15 til 23 metrum á sekúndu og mjög dimmum éljum. Varað er við hálku á götum og gangstéttum og mjög takmörkuðu skyggni á köflum sem geti valdið vandræðum í umferðinni. Einnig er varað við suðvestanhríð á Suðurlandi með gulri viðvörun frá 12 í dag til 8 í fyrramálið: „Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.“ Á Vestfjörðum er gul viðvörun í gildi frá 10 í dag til 3 í nótt. Þar er búist við 18-25 metrum á sekúndu og talsverðum eða miklum éljagangi í suðvestan stormi eða roki og éljum. Mikið hvassviðri í éljahryðjum Þá má búast við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig er spáð miklu hvassviðri í éljahryðjum. Gul viðvörun er í gildi frá 12 í dag til 8 í fyrramálið fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna suðvestan storms eða roks og élja: „Búist er við suðvestan 18-25 og talsverðum eða miklum éljagangi. Búast má við takmörkuðu skyggni og ört versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við miklu hvassviðri í éljahryðjum.“ Á miðhálendinu gengur gul viðvörun í gildi klukkan 14 í dag og rennur út klukkan 10 í fyrramálið. Þar er spáð suðvestan stormi eða roki og éljum, 18-25 metrum á sekúndu, talsverðum éljagangi og lélegu skyggni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Veðurstofunnar. Hér má lesa um viðvaranir sem eru í gildi og hér má nálgast staðaspár. Þá er einnig vert að benda á vef Vegagerðarinnar þar sem fylgjast má með færð á vegum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira