30 milljónum króna varið til mannúðaraðstoðar í Afganistan Heimsljós 25. nóvember 2020 12:46 Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent
Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent