Pep Guardiola: Engin þráhyggja í gangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 09:31 Það er svolítið síðan að Pep Guardiola sá þennan bikar í návígi. Getty/AMA/Corbis Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Knattspyrnustjóri Manchester City vill ekki meina að allt snúist nú um það hjá Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki unnið Meistaradeildina í tíu ár en Manchester City hefur aldrei náð því að vinna stærstu keppni Evrópu. Guardiola var spurður út í mikilvægi Meistaradeildarinnar á blaðamannafundi fyrir leik Manchester City á móti gríska liðinu Olympiakos sem fer fram á Georgios Karaiskakis leikvanginum í kvöld. Pep Guardiola hefur verið knattspyrnustjóri Manchester City frá 1. júlí 2016 en liðið hefur aldrei komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. City hefur unnið ensku deildina tvisvar, enska bikarinn og enska deildabikarinn þrisvar sinnum undir stjórn Guardiola. Þegar kemur að Meistaradeildinni þá á Manuel Pellegrini enn besta árangur knattspyrnustjóra eftir að hafa farið með City liðið í undanúrslit tímabilið á undan því að Pep Guardiola var ráðinn. Guardiola var ráðinn til að komast yfir þröskuldinn og landa loksins Meistaradeildarbikarnum. Pep Guardiola says the Champions League is not an "obsession" but he has felt his side will do well in the competition since the start of the season. "I'm fully optimistic we are going to do a good season."Match preview: https://t.co/retUt5a7Pl#bbcfootball #OLYMCI #UCL pic.twitter.com/7lZQyTdsJs— BBC Sport (@BBCSport) November 25, 2020 Raunin hefur verið önnur. City hefur náð frábærum árangri á öllum sviðum nema í Meistaradeildinni. Liðið datt út í sextán liða úrslitunum á fyrsta tímabili Pep en hefur síðan verið slegið út í átta liða úrslitunum undanfarin þrjú tímabil. Pep Guardiola vann Meistaradeildina tvisvar með Barcelona en það var 2009 og 2011. Biðin er líka orðin löng hjá honum. „Við munum gera okkar besta,“ sagði Pep Guardiola sem segir að það sé ekki þráhyggja hjá honum og hans mönnum í Manchester City að vinna loksins Meistaradeildina. „Nú er mikilvægt tækifæri til að svo gott sem tryggja okkur áfram. Það er svo gott að vera meðal sextán bestu liðum Evrópu,“ sagði Guardiola. „Ég bjóst við svari frá mínum mönnum eftir síðasta Meistaradeildartímabil sem endaði á móti Lyon í Portúgal. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City er í mjög fínum málum í Meistaradeildinni með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum en á sama tíma í tómu tjóni í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið situr í 13. sæti eftir tap á móti Tottenham um helgina. „Tímabilið er ungt ennþá en ég er fullur bjartsýni á það að þetta eigi eftir að verða gott tímabil fyrir okkur,“ sagði Guardiola. Leikur Olympiakos og Manchester City er einn af fjórum leikjum sem verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Útsendingin frá honum hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport 4. Hinir leikir kvöldsins sem verða í beinni eru Inter-Real Madrid á Stöð 2 Sport 5, leikur Bayern München og Red Bull Salzburg á Stöð 2 Sport og svo leikur Liverpool og Atalanta á Stöð 2 Sport 4 en útsending frá öllum þessum leikjum hefst klukkan 19.50. Meistaradeildarmessan mun hita upp fyrir kvöldið frá klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 og sýna mörg og dauðafæri úr öllum leikjum um leið og eitthvað gerist. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskránni á sömu stöð eftir að leikjum kvöldsins lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira