Varað við hríðarveðri: Fólk ani ekki út í óvissuna því élin verða dimm og mjög hvöss Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:20 Það verður mjög hvasst á stórum hluta landsins í kvöld og nánast allan daginn á morgun. Þá mun víða ganga á með dimmum éljum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri. Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri.
Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira