Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 20:51 Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún vann til fyrir tónlistina í Chernobyl. Hún er nú tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna fyrir tónlist sína í Joker. Alberto E. Rodriguez/Getty Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú. Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld hefur verið tilnefnd til tvennra Grammy-verðlaunanna 2021. Annars vegar í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og fyrir bestu útsetningu fyrir tónverkið Bathroom Dance, úr sömu kvikmynd. Verðlaunahátíðin fer fram í lok janúar á næsta ári. Þetta er í annað sinn sem Hildur er tilnefnd til hinna virtu tónlistarverðlauna fyrir tónverk sitt en hún vann verðlaunin í ár fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur er langt frá því að vera óvön því að veita verðlaunum viðtöku, en fyrir tónlistina í Joker hefur hún unnið til Golden Globe-, BAFTA- og Óskarsverðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Þau sem eru tilnefnd með Hildi í flokki frumsaminnar kvikmyndatónlistar eru Max Richter fyrir tónlistina í kvikmyndinni Ad Astra, Kamasi Washington fyrir tónlistina úr heimildamyndinni Becoming, Thomas Newman fyrir tónlistina úr kvikmyndinni 1917 og John Williams fyrir tónlistina úr Star Wars: The Rise of Skywalker. Tveir síðastnefndu voru einnig tilnefndir til Óskarsverðlauna á þessu ári en þar bar Hildur sigur úr býtum. Sinfóníuhljómsveitin og Daníel Bjarnason einnig tilnefnd Hildur er þó ekki eini fulltrúi Íslands á Grammy-verðlaununum 2021. Hljómdiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands , Concurrence, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, er tilnefndur til verðlaunanna í flokki besta hljómsveitarflutningar. Í tilkynningu á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar segir: „Á disknum flytur Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson.“ Þetta er í annað sinn sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til Grammy-verðlauna. Það gerðist fyrst árið 2009, og þá í sama flokki og nú.
Grammy Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Hollywood Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira