Spá því að veturinn gangi í garð með látum annað kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2020 20:30 Það er snjókoma í kortunum. Vísir/Vilhelm „Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður. Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Við erum búin að setja út fullt af viðvörunum. Þær taka gildi annað kvöld. Þá höfum við spáð því að veturinn gangi í garð með látum. Það verður alvöru vetrarveður næstu daga.“ Þetta sagði Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands um veðrið næstu daga en Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem gilda um stóran hluta landsins annað jvöld til miðnættis á fimmtudag. Þorsteinn var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra og Miðhálendið. „Það þýðir snjókoma já, hvassviðri og éljagangur og allur pakkinn,“ sagði Þorsteinn. Segja má að viðvararnir komi í tveimur lotum með örlitlu hléi á milli. Fyrstu viðvaranir taka gildi um klukkan 19 á morgun, miðvikudag þegar skilin ganga á land. Nýjar viðvaranir taka svo gildi á hádegi á fimmtudag, 26. nóvember, þar sem varað er við suðvestan átt, 15-25 m/s með mjög litlu skyggni í éljum og því eru akstursskilyrði varasöm. Skil kröftugrar lægðar ganga á land annað kvöld, og bera með sér það sem kalla mætti þokkalegt vetrarveður með suðaustan stormi, snjókomu eða slyddu sem spillir færð og skyggni á vegum. „Á morgun seinnipartinn fer að vaxa vindur úr suðaustri. Það er að nálgast djúp og kröpp lægð sem kemur inn á Grænlandshafið á morgun. Henni fylgir vegleg úrkoma, vegleg skil sem munu valda úrkomu. Það byrjar að snjóa um kvöldmatarleytið á morgun úti á annesjum vestanlands. Svo færist þetta veður smám saman inn á landið með vaxandi suðvestanátt. Það verður komið hvassviðri eða stormur seinna um kvöldið og snjóar á öllu svæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hvaða svæði er þetta? „Það er alveg frá Vogunum og norður á Húnaflóa. Vesturhluti landsins. Við erum aðallega að vara við því að færð getur spillst mjög fljótt á fjallvegum. Þá erum við að tala um Þrengslin, Hellisheiðina, Snæfellsnesið, Holtavörðuheiði, Laxárdalsheiði og Vestfirðina.“ Veðrið lætur á sér kræla um kvöldmatarleyti á morgun. „Það sem gerist er að það er smám saman að hlýna á morgun með þessu hvassviðri og snjókomu þannig að snjórinn fer svona smátt og smátt yfir í slyddu og síðan rigningu á láglendi um og í kringum miðnætti. En í kjölfarið á skilunum kemur suðvestanhvellur með stífri suðvestanátt, stormi jafnvel roki og dimmum og efnismiklum éljum,“ sagði Þorsteinn. Gular viðvaranir eru í gildi.Vísir/Vilhelm Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig. Lægir í nótt og léttir til, en kólnar talsvert. Vaxandi suðaustanátt á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Hiti víða 0 til 6 stig. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Talsvert frost. Á mánudag: Líkur á vaxandi austanátt með slyddu eða rigningu á S-verðu landinu og hlýnandi veður.
Veður Tengdar fréttir „Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13 Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 24. nóvember 2020 07:13
Stinningskaldi og snjókoma í kortunum Það er spáð norðaustanátt í dag, víða kalda og stinningskalda, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 23. nóvember 2020 07:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent