Jóhann Alfreð og Laufey í stað Villa og Ingileifar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 08:13 Jóhann og Laufey koma inn fyrir Vilhelm og Ingileifu. Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Jóhann Alfreð Kristinsson og Laufey Haraldsdóttir eru nýir spurningahöfundar og dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Jóhann Alfreð er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hefur á umliðnum árum starfað sem skemmtikraftur, m.a. með uppistandshópnum Mið-Íslandi, að þáttagerð og við markaðs- og kynningarmál. Hann stýrir spurningaþættinum Heilahristingi sem er á Rás 2 á laugardögum. Laufeyju ættu áhorfendur Gettu betur að kannast við því að hún var í sigurliði Kvennaskólans ásamt Bjarna Lúðvíkssyni og Bjarka Frey Magnússyni þegar skólinn bar sigur úr bítum í fyrsta sinn, árið 2011. Þar með varð Laufey fyrsti kvenkyns keppandinn til að vinna Gettu betur. Laufey er leikkona og hefur síðustu ár fengist við leiklist, uppistand, greinaskrif og fleira, bæði í Bretlandi og hér heima. „Sem fyrrverandi keppandi hlakka ég mikið til að ögra nýrri kynslóð Gettu betur-keppenda. Ég veit að sumir keppendur reyna að læra inn á dómarana þannig að ég ætla að gera mitt besta til að vera svolítið óútreiknanleg“, segir Laufey. Hún segir jafnframt að stærsta breytingin síðan hún keppti sé að það sé búið að jafna kynjahlutfall keppenda, sem var gert 2013. „Mér þykir keppnin náttúrulega miklu skemmtilegri svoleiðis. Allar keppnir sem ég keppti í sjónvarpi voru á móti bara strákum og þó þeir séu ágætir greyin þá verður leiðinlegt til lengdar að vera alltaf eina stelpan,“ segir Laufey. Jóhann Alfreð segist einnig spenntur fyrir verkefninu og það sé mikill heiður að fá tækifæri til að gegna hlutverki dómara í þessari rótgrónustu spurningakeppni landsins. „Ég er nánast jafngamall keppninni, ólst upp við að missa varla af þætti og hef alltaf verið súperaðdáandi. Ég hlakka til þegar við förum af stað eftir áramót að fá tækifæri til að kynnast liðunum og aðstandendum keppninnar,“ segir Jóhann Alfreð. Kristjana Arnarsdóttir verður spyrill og Sævar Helgi Bragason liðsinnir spurningahöfundum líkt og fyrri ár. Handhafi Hljóðnemans, farandgrips keppninnar, er lið Menntaskólans í Reykjavík sem vann lið Borgarholtsskóla síðastliðinn vetur. Fyrri umferð keppninnar verður streymt á vef RÚV 4.-7. janúar. Sjónvarpshluti keppninnar hefst á RÚV föstudaginn 5. febrúar. „Þegar ég var krakki og horfði á Gettu betur langaði mig að vera Logi Bergmann en mér virðist ætlað að gegna öllum stöðum í keppninni öðrum en að vera spyrill. Það er kannski kominn tími til að sætta mig við að ég verð ekki Logi Bergmann þegar ég verð stór,“ segir Laufey. Undanfarin ár hafa þau Vilhelm Anton Jónsson og Ingileif Friðriksdóttir verið í hlutverkinu sem Jóhann og Laufey taka við.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Gettu betur Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira