Icelandair ekki skoðað að krefja farþega um bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 17:17 Upptaka skilyrðis um bólusetningu farþega hefur ekki komið til tals hjá stjórnendum Icelandair. Vísir/Vilhelm/Getty Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Sá möguleiki að gera bólusetningu við kórónuveirunni að skilyrði fyrir því að fá að fljúga með Icelandair hefur ekki verið ræddur innan flugfélagsins, eftir að bóluefni við veirunni fer í dreifingu. Þetta kemur fram í stuttu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, við fyrirspurn fréttastofu. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá okkur,“ sagði í svarinu. Flugfélög víða að skoða málið Í gær var greint frá því að ástralska flugfélagið Qantas stefndi að því að setja farþegum sínum þetta skilyrði og haft eftir Alan Joyce, forstjóra félagsins, að hann teldi líklegt að önnur flugfélög væru í sömu hugleiðingum. Í dag sagði talskona flugfélagsins AirKorea, stærsta flugfélags Suður-Kóreu, að talsverðar líkur væru á því að félagið myndi setja sambærilegt skilyrði fyrir því að geta flogið með félaginu. Hún sagði það þó stafa af því að líklegt yrði að stjórnvöld víða um heim myndu gera þá kröfu til ferðamanna að þeir væru bólusettir. „Þetta er ekki eitthvað sem er undir flugfélögunum komið að að ákveða sjálf,“ hefur ABC eftir Jill Chung, talskonu AirKorea. Þá vísar ABC einnig til tilkynningar frá nýsjálenska flugfélaginu Air New Zealand, þar sem sambærileg sjónarmið koma fram og sáust í svörum AirKorea. Bólusetning gæti hafist í næsta mánuði Nú hafa bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á þremur mismunandi bóluefnum verið gerðar opinberar, og eru öll þrjú bóluefnin talin geta virkað vel gegn kórónuveirunni. Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer frá Bandaríkjunum og BioNTech frá þýskalandi er sagt veita vörn gegn veirunni í um 95% tilfella, líkt og bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna. Þá er bóluefni sem unnið er af Oxford-háskóla og sænsk-breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca sagt veita vörn í um 70% tilfella. Dr. Moucef Slaoui, sem fer fyrir vinnu bandarískra stjórnvalda í bóluefnamálum, hefur sagst vona að hægt verði að hefjast handa við að bólusetja Bandaríkjamenn við kórónuveirunni í næsta mánuði. Ráðgjafanefnd matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnunar Bandaríkjanna um bóluefni kemur saman þann 10. desember næstkomandi. Fljótlega í kjölfarið ætti að koma í ljós hvort neyðarmarkaðsleyfi fæst fyrir bóluefni Pfizer, sem gæti að svo búnu hafið dreifingu á efninu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48 Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. 23. nóvember 2020 16:48
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15