Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:31 Seðlabankinn býr yfir miklum gjaldeyrisforða sem fjármálaráðherra segir ekki hafa verið nýttan af ráði í covid-kreppunni. Grafík/Hjalti Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26
Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?