Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 17:01 Elín Metta Jensen skoraði eina markið þegar Ísland og Slóvakía mættust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. vísir/vilhelm Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Með sigri gegn Íslandi á fimmtudaginn á Slóvakía enn von um að komast á EM kvenna í fótbolta, á kostnað íslenska liðsins. Liðið verður hins vegar án síns aðalmarkaskorara vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er komið að síðustu leikjunum í baráttunni um sæti á EM í Englandi en Slóvakía og Ísland mætast ytra á fimmtudag kl. 17 að íslenskum tíma. Svíþjóð tryggði sér sigur í F-riðli með því að vinna Ísland í síðasta mánuði. Ísland og Slóvakía berjast um 2. sæti en jafntefli eða sigur á fimmtudaginn tryggir Íslandi það sæti. Liðið í 2. sæti fer í umspil, eða beint á EM ef árangur þess er nægilega góður í samanburði við aðra riðla. Ísland mætir Ungverjalandi á útivelli í lokaumferðinni 1. desember, þegar Slóvakía mætir Svíþjóð. Valdi stóran hóp til öryggis Peter Kopun, þjálfari Slóvaka, valdi 25 manna hóp fyrir komandi leiki með það í huga að einhver forföll gætu orðið vegna faraldursins. Það reyndist góð ákvörðun því Patrícia Hmírová, markahrókur pólska liðsins Górnik Leczna, greindist með kórónuveiruna. Um sannkallað áfall er að ræða fyrir slóvakíska liðið sem hefur aðeins skorað fimm mörk í sínum sex leikjum í undankeppninni. Hmírová hefur nefnilega skorað fjögur þeirra, eða 80%. Hér má sjá mörk hennar gegn Lettlandi í síðasta mánuði, bæði úr vítum, og þriðja víti hennar sem fór hins vegar forgörðum: Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Slóvakíu en þrátt fyrir að vera mikið sterkari aðilinn varð Ísland að láta sér nægja 1-0 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í fyrrahaust. Elín Metta Jensen skoraði þá sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik. Hmírová kom sér einmitt í dauðafæri undir lok þess leiks, langbesta færi Slóvaka, en skaut þá framhjá. Ísland einnig án lykilmanns Ísland verður einnig án lykilleikmanns í síðustu leikjunum í undankeppninni því Dagný Brynjarsdóttir varð að hætta við þátttöku vegna meiðsla. Sandra María Jessen er heldur ekki með vegna sóttkvíar eftir smit í herbúðum Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir neyðst til að hætta við leikina vegna meiðsla og Hólmfríður Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér að þessu sinni.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03
Dagný með í lokaleikjunum en Karólína dettur út Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi 26. nóvember og 1. desember, í leikjum sem ráða möguleikum Íslands á að komast á EM. 13. nóvember 2020 10:15