„Verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 07:13 Það er snjókoma, slydda og mikill vindur í veðurkortunum næstu daga. Færð gæti því spillst. Vísir/Vilhelm Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark. Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Það gæti orðið erfitt að ferðast á milli landshluta annað kvöld og á fimmtudaginn vegna veðurs, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Búast má við því að gular viðvaranir verði gefnar út. Í hugleiðingunum segir að í dag megi búast við norðaustan kalda eða allhvössum vindi. Það er spáð éljagangi fyrir norðan og austan en þurru veðri og víða björtu á suðvesturhorninu. Í kvöld og nótt mun lægja en á morgun hvessir úr suðaustri og þykknar hann upp um landið vestanvert. Annað kvöld má síðan búast við að það fari að snjóa úr skilum sem koma úr vestri og að vindstyrkur verði nærri stormstyrk: „[…] og þegar þetta hvasst er og ofankoma að auki verður fljótt ansi snúið að ferðast á milli landshluta. Á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í slyddu og síðar rigningu en áfram snjóar á heiðum. Á fimmtudagsmorgun snýst svo vindur til suðvestanáttar með skúrum eða slydduéljum, en ekki lægir sem neinu nemur. Eins geta orðið haglél við svona aðstæður og til föstudags kólnar svo úrkoman færist meira yfir til élja. Norðaustur- og Austurland sleppa ágætlega frá úrkomunni þegar vindur verður suðvestlægari. Eins má búast við að gular viðvaranir komi fram þegar líður á morguninn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðaustan 8-15 m/s og dálítil snjókoma eða él á N- og A-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig SA-til, en frost annars 0 til 8 stig. Norðlægari og heldur hægari síðdegis, en lægir í kvöld og nótt. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Suðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma undir kvöld en rigning á láglendi um miðnætti. Mun hægari og þurrt að kalla austantil. Hlýnar í veðri. Á miðvikudag: Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa á V-verðu landinu seinnipartinn, 15-23 m/s og rigning eða slydda þar seint um kvöldið og hlýnar. Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og talsverð rigning eða slydda í fyrstu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst síðan í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og kólnar í veðri. Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en bjartviðri NA-lands. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Suðlæg átt og víða þurrt og fremur svalt, en snjókoma eða slydda á köflum S- og V-lands og hiti um frostmark.
Veður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira