Alls sjö leikmenn Man United í draumaliði Tevez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Tevez valdi þá Wayne Rooney, Patrice Evra og Cristiano Ronaldo alla í draumalið sitt. Matthew Peters/Getty Images Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira