Alls sjö leikmenn Man United í draumaliði Tevez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Tevez valdi þá Wayne Rooney, Patrice Evra og Cristiano Ronaldo alla í draumalið sitt. Matthew Peters/Getty Images Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Argentíski framherjinn Carlos Tevez var á dögunum beðinn um að búa til draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum. Kom það töluvert á óvart að alls voru sjö leikmenn í liði hans sem hafa leikið með Manchester United. Carlos Tevez var á sínum tíma mikils metinn af stuðningsfólki Manchester United. Eðlilega þar sem hann var hluti af liði sem vann bæði ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu. Tevez lenti síðan upp á kant við Sir Alex Ferguson, þáverandi þjálfara félagsins, og gerði svo hið ófyrirgefanlega er hann gekk í raðir Manchester City. Ekki nóg með það heldur þá gagnrýndi hann Sir Alex eftir að hann færði sig um set yfir í bláa hluta Manchester-borgar. Tevez fagnar því að verða meistari með City og sendir skýr skilaboð til Sir Alex Ferguson eða Fergie.Daily Mail Það kom því verulega á óvart þegar hinn 36 ára gamli Tevez – sem spilar nú með Boca Juniors í heimalandi sínu – valdi sex fyrrum samherja sína hjá Manchester United í 11 manna draumalið sitt. Alls hafa svo sjö af 11 leikmönnum liðsins spilað með Man Utd. Tevez hóf ferilinn hjá Boca Juniors í Argentínu, þaðan fór hann til Corinthians í Brasilíu áður en leiðin lá til West Ham United á Englandi. Eftir að hafa leikið fyrir bæði Manchester-liðin fór framherjinn smávaxni til Ítalíumeistara Juventus áður en hann hélt aftur til Boca þar sem hann er enn þann dag í dag eftir stutt stopp hjá Shanghai Shenhua í Kína árið 2017. Þá lék Tevez alls 76 leiki í treyju Argentínu frá árunum 2004 til 2015. Lið Tevez er eftirfarandi: Gianluigi Buffon í markinu. Hugo Ibarra, Rio Ferdnand, Gabriel Heinze og Patrice Evra í vörninni. Paul Scholes, Andrea Pirlo og Paul Pogba eru á miðjunni. Framlínan væri svo Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Wayne Rooney. Tevez sjálfur væri svo á bekknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira