„Verðum að fá að tala um hlutina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Helgi Ómarsson ræddi málefni sem er honum hugleikið. Mynd/Helgi Ómarsson Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars. Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars.
Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira