„Verðum að fá að tala um hlutina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 07:00 Helgi Ómarsson ræddi málefni sem er honum hugleikið. Mynd/Helgi Ómarsson Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars. Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær. Þar ræddi hann um samfélagsmiðla og hvernig fólk keppist við það að rífa hvort annað niður fyrir allskyns ummæli. Hann segir að það verði að vera hægt að taka umræðuna um ýmis málefni. „Við lifum í svona cancel-kúltur sem á að mörgu leyti rétt á sér. T.d. eiga afbrotamenn eða kynferðisbrotamenn ekki að vera í bíómyndum og allskonar. En við verðum að fá að tala um hlutina, við verðum að fá að tala um rasisma. Umræðan um rasisma er bara þegar verið er að benda á fólki. Þú ert talar eins og Kínverji eða Rússi,“ segir Helgi. „Við megum ekki forðast að tala um rasisma og endalaust vera að labba á einhverjum eggjaskeljum. Hjálpumst að að fræða hvert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef hætt að fylgja einhverjum á Instagram því það er bara verið að skamma mann fyrir eitthvað sem á ekki einu sinni rétt á sér. En hvað veitir okkur innblástur til þess að verða betri? Það er þegar við verðum fróðari.“ Lærði að verða femínisti Hann segist fá mikið af skilaboðum þar sem verið sé að benda honum á hluti sem gæti verið óheppilegir. „Ég segi alltaf bara takk, þetta virkilega virkar. En ef það er sagt við mig, fokkaðu þér, þú ert rasisti, sem ég hef svo sem ekki lent í, þá myndi maður fara í klessu. Af hverju tölum við bara ekki um hlutina, setjum þá upp á borðið og leyfum okkur að segja eitthvað sem við erum ekki alveg viss um og þá getur fólk bara kennt okkur. Eins og hvernig ég varð femínisti, það er góð saga. Dagný systir var að vinna á Laufásborg og þar vinna tvær systur. Þær kenndu mér bara að vera femínisti og ég er svo þakklátur fyrir það. Þær voru bara, nú skulum við passa orðin okkar og þær ræddu við mig. Þetta var svo hollt.“ Og Helgi heldur áfram. „Nú er ég t.d. að hugsa til baka og ég sagði pottþétt eitthvað vitlaust. En það er kannski bara af því að ég veit ekki betur. Ef einhver vill benda mér á, að ég hefði geta sagt eitthvað betur þá má endilega senda á mig. Segið mér það bara með kærleik af því þá get ég orðið betri fyrir næsta viðtal,“ segir Helga en hann var spurður út í samfélagsmiðilinn Twitter. „Það er bara eineltisbúlla. Þar er alveg rosalega mikið af leiðinlegu fólki.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helga Ómars.
Brennslan Samfélagsmiðlar Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira