Kalla eftir því að borgarar séu verndaðir í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 12:55 Skjáskot úr frétte ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir stjórnarhermenn í Tigrayhéraði. AP/Ethiopian News Agency Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina. Eþíópía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að yfirvöld í Eþíópíu tryggi öryggi almennra borgara í Tigrayhéraði, þar sem stjórnarherinn ætlar að ráðast á borgina Mekelle, höfuðborg héraðsins. Frelsishreyfingu Tigray, sem stjórnar héraðinu, fékk í gær þriggja daga frest til að gefast upp. Erfiðlega hefur gengið að sannreyna fregnir af svæðinu þar sem lokað hefur verið fyrir síma og netsamband þar og aðgangur blaðamanna takmarkaður en samkvæmt frétt BBC er talið að hundruð hafi fallið í átökunum og þúsundir hafi þurft að flýja heimili sín. Nú þegar hafa minnst 33 þúsund flúið til Súdan. Herinn hefur varað um 500 þúsund íbúa borgarinnar Mekelle við því að hún verði umkringd og mögulegar stórskotaliðsárásir muni eiga sér stað. Sjá einnig: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Átökin hófust í ummhafi nóvember en deilur ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu og stjórnaði áður landinu öllu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins sem fékk friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings hans Eþíópíu og Erítreu, skipaði hernum þann 4. nóvember að hefja sókn gegn Tigray. Sakaði hann Frelsishreyfinguna um að hafa gert árás á herstöð á svæðinu og stela vopnum. Því hafna forsvarsmenn Frelsishreyfingarinnar. Það hefur þó stefnt í deilur um mánaða skeið. Íbúar Tigray á flótta til Súdan.AP/Nariman El-Mofty Spennan hefur magnast Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum árið 2018, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum fyrr á árinu vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eftir að forsætisráðherrann frestaði kosningum sögðu ráðamenn í Tigray hann umboðslausan og héldu samt þingkosningar í september. Það féll ekki í kramið í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og samþykktu þingmenn þar í október að takmarka opinbert fjármagn sem færi til Tigray. Abyi hefur lagt mikla áherslu á að auka miðstýringu í Eþíópíu og þar með draga úr völdum héraðsstjórna. Ráðamenn í Tigray hafa berist gegn því og forsvarsmenn annarra héraða og þjóðarhópa hafa lýst yfir áhyggjum af viðleitni Abyi. Alþjóðlegir aðilar eins og Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Afríkusambandið hafa kallað eftir friðarviðræðum en þau áköll hafa ekki skilað árangri. Í skilaboðum til blaðamanns Reuters fréttaveitunnar segir Debretsion Gebremichael, leiðtogi Frelsishreyfingarinnar, að þeir muni berjast til hins síðasta fyrir sjálfstjórnarrétti þeirra. Hann heldur því einnig fram að sveitir hreyfingarinnar hafi stöðvað sókn stjórnarhersins. Sögufrægar minjar í hættu Yfirvöld í Eþíópíu saka Frelsishreyfinguna um að hafa gert árásir á flugvöllinn í Aksum, sem er tiltölulega skammt frá Mekelle og er mjög vinsæll ferðamannastaður og á minjaskrá UNESCO. Þar eru fornar rústir og broddsúlur frá fjórðu öld frá gullöld Axumiteveldisins. Þjóðsögur segja að drottningin Shepa hafi búið í Axum og að kirkjan í bænum hafi eitt sinn hýst Sáttmálsörkina.
Eþíópía Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira