Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 11:12 Frá borginni Tianjin, þar sem vel á þremur milljónum íbúa hefur verið gert að fara í skimun eftir að fimm hafa greinst með Covid-19 á undanfarinni viku. AP/Zhao Zishuo/Xinhua Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira