Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 11:12 Frá borginni Tianjin, þar sem vel á þremur milljónum íbúa hefur verið gert að fara í skimun eftir að fimm hafa greinst með Covid-19 á undanfarinni viku. AP/Zhao Zishuo/Xinhua Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira