„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 09:35 Frá vettvangi slyssins á Þingvallavegi í júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna. Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. Þá lýsa vitni „glæfralegum framúrakstri“ jeppans og annars bíls eftir veginum áður en slysið varð. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið sem birt var á föstudag. Hinn jeppinn hægði á sér Slysið varð síðdegis 21. júlí 2018. Tveir voru í annarri bifreiðinni, bíl af gerðinni Suzuki, ökumaður og farþegi í framsæti. Ökumaðurinn hugðist taka vinstri beygju við vegamótin við Æsustaðaveg, hægði á sér og gaf stefnuljós til vinstri. Nokkrir bílar voru fyrir aftan bifreiðina. Á sama tíma var annarri bifreið, jeppa af gerðinni Mitsubishi, ekið í sömu átt á talsverðri ferð fyrir aftan bílaröðina. Haft er eftir vitnum í skýrslu nefndarinnar að Mitsubishi-bílnum hafi verið ekið á eftir öðrum jeppa af talsvert meiri hraða en annarri umferð á veginum „Vitni greina frá glæfralegum framúrakstri beggja bifreiða áður en slysið varð,“ segir jafnframt í skýrslunni. Báðum þessum bílum var ekið fram úr nokkrum bifreiðum rétt fyrir slysið en ökumaður fremri jeppans er sagður hafa hægt á sér og farið yfir á réttan vegarhelming. Ökumaður Mitsubishi-jeppans hélt framúrakstrinum hins vegar áfram og ók harkalega á Suzuki-bifreiðina sem var að beygja fremst í bílaröðinni. Ók allt að 50 kílómetrum of hratt Því er lýst í skýrslunni að Suzuki-bíllinn hafi kastast áfram og hafnað ofan í skurði. Jeppinn rann áfram og endaði á ljósastaur hinum megin vegarins. Farþeginn í framsæti Suzuki-bílsins rann úr öryggisbelti sem hann var spenntur í, kastaðist í aftursætið og lést af völdum höfuðáverka. Ökumaðurinn var einnig spenntur í belti og slasaðist alvarlega. Ökumaður Mitsubishi-jeppans var janframt í belti og hlaut áverka. Fram kemur í skýrslunni að Mitsubishi-jeppinn hafi ekki verið með gilda skoðun þegar slysið varð en ekkert kom þó fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsök slyssins. Það er hins vegar niðurstaða hraðaútreikninga sérfræðings að jeppanum hafi verið ekið á bilinu 102-124 kílómetra hraða rétt áður en hann lenti á Suzuki-bílnum. Hámarkshraði á veginum er 70 km/klst. Hraði síðarnefnda bílsins, sem var við það að taka beygju, var á bilinu 30-50 km/klst. Fagna endurbótum á veginum Nefndin metur það svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að ökumaður jeppans ók fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Þá hafi hann ekið töluvert yfir hámarkshraða. Nefndin beinir því til ökumanna að þeir sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur og ítrekar einnig mikilvægi þess að ökumenn virði hámarkshraða og aðstæður hverju sinni. Þá fagnar nefndin endurbótum sem gerðar voru á yfirborðsmerkingum á veginum eftir slysið en framúrakstur var bannaður á veginum með óbrotinni miðlínu. Nefndin fagnar einnig áformum um að setja niður tvö hringtorg á svæðinu og hvetur umsjónarfólk framkvæmdanna til að flýta þeim eins og kostur er. Íbúar í Mosfellsdal, þar sem slysið varð, höfðu árin áður ítrekað kallað eftir úrbótum á Þingvallavegi, hvar umferðarþungi hafði aukist til muna samhliða fjölgun ferðamanna.
Samgönguslys Mosfellsbær Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira