Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 17:37 Þegar hafa rúmlega þrjátíu þúsund íbúar Tigray-héraðs flúið yfir til Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að linni ástandinu ekki megi búast við að 170 þúsund til viðbótar flýji héraðið á næstu sex mánuðum. EPA-EFE/LENI KINZLI Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis. Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis.
Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41