„Erum við að slaufa tímabilinu ef það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. nóvember 2020 15:17 Teitur Örlygsson var ómyrkur í máli á föstudagskvöldið. SKJÁSKOT STÖÐ 2 SPORT Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Í Domino's Körfuboltakvöldi sem fór fram á föstudagskvöldið var meðal annars rætt um æfingabannið sem ríkir hér á landi en allur körfubolti hefur verið á ís síðan í byrjun október. Engir leikir og engar æfingar verða að minnsta kosti þangað til 2. desember er núverandi reglugerð rennur út. Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans á föstudaginn, þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson, fóru yfir stöðuna og hvað sé hægt að gera. Einnig fengu sérfræðingarnir að viðra sínar hugmyndir. „Við erum með þessa mælikvarða allt í kringum okkur hvað aðrir eru að gera. Þetta er orðið hundleiðinlegt og mér finnst einhver þurfa að svara spurningunni um hvort að smitin þurfi að fara niður í núll eða hvað, til þess að við fáum æfingaleyfið,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Ef að það verða þrjú eða fjögur smit 2. desember erum við þá að slaufa tímabilinu? Mér finnst einhver þurfa að segja okkur á hvaða vegferð við erum af því að ef þetta á að vera svona þá er hægt að slaufa þessu bara og segja að það verði ekkert íþróttir á Íslandi í vetur sem mér finnst ömurlegt.“ Teitur segir að þetta virki eins og geðþóttarákvarðanir stjórnvalda. „Það veit enginn neitt og það er eins og þetta séu einhverjar geðþóttarákvarðanir í hvert skipti. Það er ekkert fast í hendi og ég skil svo vel kergjuna í þjálfurunum. Þetta er orðið dálítið óþolandi ástand. Þjóðin er búin að standa sig rosalega vel í að koma smitunum niður. Við erum lítil þjóð og náum fljótt tökum á hlutunum.“ „Ef að þetta slys eða óhapp sem gerðist á Landakoti hefði ekki orðið, er mín tilfinning að það væri löngu búið að leyfa okkur að byrja að æfa.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Æfingabann
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00 Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. 17. nóvember 2020 19:00
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25
Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. 16. nóvember 2020 13:31
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“