Myndaði 100 útisundlaugar með drónanum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. nóvember 2020 12:17 Ljósmyndarinn Bragi Þór, sem hefur farið um landið og myndað 100 útisundlaugar, það er aðeins ein laug eftir. Aðsend Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Víða rigning og kólnar í veðri Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Á tímum Covid dettur fólki ýmislegt í hug að gera á meðan það er kannski rólegt í vinnunni og nógur tími til að sinna hugðarefnum sínum. Bragi Þór Jósefsson er dæmi um mann, sem hefur nýtt tímann vel en hann hefur farið um allt land og myndað hundrað útisundlaugar með drónanum sínum. Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði en sú laug er 50 metrar.Bragi Þór Jósepsson Bragi Þór er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. Á meðan það hefur dregið úr verkefnum hjá honum á tímum Covid ákvað hann að láta gamlan draum rætast og fara um landið og mynda allar almenningsútisundlaugar með drónanum sínum úr mikilli hæð. „Svo þegar Covid brást á hugsaði ég, þetta er akkúrat rétti tíminn því þá var maður verkefnislaus að sjálfsögðu og lítið að gera. Allar sundlaugar voru mannlausar og því dreifa ég mig í að mynda allar slíkar hérna á höfuðborgarsvæðinu og póstaði eitthvað af þeim á samfélagsmiðla þar sem ég fékk mjög góð viðbrögð. Þá ákvað ég að það væri góð hugmynd að mynda allar útilaugar á landinu,“ segir Bragi Þór. Alls eru þetta hundrað útilaugar en Bragi Þór á eftir að mynda eina laug á Ströndum en það er bara hægt að komast að henni á bát. Bragi Þór segir sundlaugaverkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Laugin á SuðureyriBragi Þór Jósepsson „Já, já, vissulega, ég var líka í öðru verkefni svona með því ég hef verið að mynda fyrir sjálfan mig þorp og bæi á landsbyggðinni, búin að gera það í mörg ár. Allar sundlaugamyndirnar eru teknar í mikill hæð, ég er í 60 til 100 metra hæð og það kannski sést að það er fólk í laugunum en það er ekki nokkur leið að þekkja nokkurn.“ Laugin á Laugum í ÞingeyjarsveitBragi Þór Jósepsson Bragi Þór segir að það hafi verið skemmtilegast að mynda útisundlaugarnar í Bolungarvík, á Suðureyri og í Grundarfirði og svo hafi laugarnar í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri komið mjög vel út. Þeir sem vilja skoða sundlaugamyndirnar frá Braga geta farið á heimasíðuna hans
Reykjavík Sundlaugar Sund Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ljósmyndun Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Víða rigning og kólnar í veðri Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira