Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 08:43 Mótmælandi hendir mynd af fyrrverandi þingforseta Gvatemala á eld sem logar í hluta þinghúss landsins í gær. AP/Oliver De Ros Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn. Gvatemala Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn.
Gvatemala Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira