Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:38 Portúgalar hafa verið hvattir til að takmarka ferðalög milli landshluta fyrir jólin. EPA-EFE/Jose Sena Goulao Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09
Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34
Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35