Ferðalög innanlands bönnuð í Portúgal fyrir jólin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:38 Portúgalar hafa verið hvattir til að takmarka ferðalög milli landshluta fyrir jólin. EPA-EFE/Jose Sena Goulao Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Portúgölsk yfirvöld hafa ákveðið að banna ferðalög innanlands og loka öllum skólum í kring um tvo hádegisdaga í von um að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir jólin. Antonia Costa forsætisráðherra landsins kynnti aðgerðirnar í dag. Ferðalög milli sveitarfélaga verða bönnuð á milli klukkan 23 þann 27. nóvember og fimm að morgni þann 2. desember. Þá verða ferðalög einnig bönnuð á milli klukkan ellefu að kvöldi þann 4. desember og fimm að morgni þann 9. desember. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að fólk ferðist á milli landshluta 1. og 8. desember sem eru hátíðisdagar í Portúgal. Skólar munu loka mánudagana fyrir hátíðisdagana og fyrirtæki munu þurfa að loka snemma. Fyrirtæki hafa verið hvött til að gefa starfsmönnum sínum frí til þess að minnka ferðalög innan sveitarfélaga. Grímuskylda er þegar í gildi á almenningsfæri og í lokuðum almenningsrýmum og eru grímur nú einnig skyldugar á vinnustöðum. Þá mun útgöngubann sem hefur verið í gildi eftir klukkan 1 á nóttunni og um helgar í 191 sveitarfélagi verða áfram í gildi í þeim 174 sveitarfélögum sem hafa greint hvað flest smit undanfarnar tvær vikur. Í gær greindust 6.472 smitaðir af kórónuveirunni í Portúgal og 62 létust. Langflest tilfellin voru í norðurhluta Portúgal en nú hafa alls 255.970 greinst frá upphafi faraldursins og rúmlega 3.800 látist. Mikil aukning hefur orðið í greiningu smita í Portúgal frá því í september. Ástandið er ekki betra í Frakklandi, þar sem smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarnar vikur. Í gær greindust 17.881 en daginn áður greindust 22.882. Þá greindu heilbrigðisyfirvöld frá því að 276 hafi látist í gær vegna veirunnar en 386 létust daginn þar áður. Nú hafa 48.518 látist af völdum veirunnar í Frakklandi, þar af 33.231 á sjúkrahúsi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Portúgal Tengdar fréttir Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09 Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34 Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. 19. nóvember 2020 21:09
Vara almenning við því að skipuleggja ferðalög um jólin Yfirvöld í nokkrum Evrópuríkjum hafa varað fólk við að skipuleggja ferðalög um jólin, enda sé kórónuveirufaraldurinn enn í sókn víða í álfunni. 13. nóvember 2020 07:34
Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. 10. nóvember 2020 12:35