Myrti konuna sína og brenndi líkið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2020 22:00 Jonathann Daval ásamt tengdaforeldrum sínum á blaðamannafundi eftir að Alexia Daval fannst myrt. EPA-EFE/BRUNO GRANDJEAN Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki. Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Frakkinn Jonathann Daval hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og brennt lík hennar. Breska ríkisútvarpið segir frá. Líkamsleifar Alexiu Daval fundust í skóglendi nærri bænum Gray í norðausturhluta Frakklands í október 2017. Gerð hafði verið tilraun til að brenna líkið en gríðarlega hátt hitastig þarf til þess og var líkið því aðeins brunnið að hluta þegar það fannst. Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, hafði tilkynnt hana týnda, og greindi hann lögreglu frá því við tilkynninguna að hún hafi farið út að skokka en ekki snúið aftur. Hann játaði síðar að hafa barið hana til dauða og að hafa í kjölfarið lagt eld að líkinu. Alexia var 29 ára gömul og vann í banka þegar hún hvarf í október 2017. Lík hennar fannst tveimur dögum eftir tilkynninguna, brunnið að hluta og hafði líkið verið hulið með greinum og öðrum gróðri í skóglendi langt frá þeirri leið sem hún fór iðulega þegar hún fór út að skokka. Parísarbúar skokka til minningar Alexiu Daval.Getty/Michel Stoupak Morðið skók samfélagið í bænum Grey og gengu 10.000 bæjarbúar henni til minningar. Þá skipulögðu konur víða í Frakklandi minningarhlaup fyrir hana. Eftir dauða hennar hafði Jonathann talað á blaðamannafundi ásamt foreldrum hennar þar sem hann biðlaði til almennings að hafa samband við lögreglu hefði það einhverjar upplýsingar um morðið. Aðeins þremur mánuðum síðar tilkynntu saksóknarar að hann hefði játað á sig morðið. Til að byrja með neitaði hann því að hafa reynt að brenna líkið en játaði síðan í fyrra. Hann hefur ítrekað breytt frásögn sinni af atburðarrásinni en fyrr í þessari viku játaði hann fyrir dómi að hafa verið einn að verki.
Frakkland Heimilisofbeldi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira