Johnson sagður hafa reynt að útvatna skýrslu um framferði ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2020 12:04 Johnson lýsti í gær stuðningi við Priti Patel, innanríkisráðherra, þrátt fyrir að sérfræðingur í siðareglum ráðherra hefði komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið reglurnar með framkomu sinni við starfsfólk ráðuneytis síns. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa reynt að útvatna niðurstöður skýrslu ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra um að innanríkisráðherrann hafi lagt starfsmenn ráðuneytis síns í einelti. Ráðgjafinn sagði af sér eftir að Johnson lýsti yfir trausti á innanríkisráðherrann í gær. Priti Patel, innanríkisráðherra, var talin hafa brotið siðareglur ráðherra með því að öskra á starfsfólk og hóta því. Alex Allan, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í siðareglum ráðherra, taldi Patel hafa sýnt af sér eineltistilburði. Hann lét af störfum þegar Johnson sagðist styðja Patel. Breska ríkisútvarpið BBC og dagblaðið Times greina frá því í dag að Johnson hafi reynt að sannfæra Allan um að tóna niður niðurstöður sínar um Patel en án árangurs. Sérstaklega hafi Johnson viljað að Allan talaði ekki um að í hegðun Patel hafi falist kúgunar- eða eineltistilburðir, að sögn Reuters-fréttastofunnara. Talskona Johnson segir að hann hafi rætt við Allan til að skilja málefnin sem voru til umfjöllunar. Ályktanir í skýrslu Allan séu að öllu leyti hans. Umrót hefur verið í ríkisstjórn Johnson að undanförnu. Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi hans og einn hugmyndafræðinga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins, lét af störfum í síðustu viku eftir harðar innanhússdeilur á stjórnarheimilinu. Johnson var meðal annars sagður hafa verið ósáttur við að Cummings og samskiptastjóri Downing-strætis 10 hafi verið gjarnir á að tala við fjölmiðla á laun, í sumum tilfellum til að koma höggi á Carrie Symonds, unnustu forsætisráðherrans. Bretland Tengdar fréttir Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa reynt að útvatna niðurstöður skýrslu ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra um að innanríkisráðherrann hafi lagt starfsmenn ráðuneytis síns í einelti. Ráðgjafinn sagði af sér eftir að Johnson lýsti yfir trausti á innanríkisráðherrann í gær. Priti Patel, innanríkisráðherra, var talin hafa brotið siðareglur ráðherra með því að öskra á starfsfólk og hóta því. Alex Allan, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í siðareglum ráðherra, taldi Patel hafa sýnt af sér eineltistilburði. Hann lét af störfum þegar Johnson sagðist styðja Patel. Breska ríkisútvarpið BBC og dagblaðið Times greina frá því í dag að Johnson hafi reynt að sannfæra Allan um að tóna niður niðurstöður sínar um Patel en án árangurs. Sérstaklega hafi Johnson viljað að Allan talaði ekki um að í hegðun Patel hafi falist kúgunar- eða eineltistilburðir, að sögn Reuters-fréttastofunnara. Talskona Johnson segir að hann hafi rætt við Allan til að skilja málefnin sem voru til umfjöllunar. Ályktanir í skýrslu Allan séu að öllu leyti hans. Umrót hefur verið í ríkisstjórn Johnson að undanförnu. Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi hans og einn hugmyndafræðinga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandsins, lét af störfum í síðustu viku eftir harðar innanhússdeilur á stjórnarheimilinu. Johnson var meðal annars sagður hafa verið ósáttur við að Cummings og samskiptastjóri Downing-strætis 10 hafi verið gjarnir á að tala við fjölmiðla á laun, í sumum tilfellum til að koma höggi á Carrie Symonds, unnustu forsætisráðherrans.
Bretland Tengdar fréttir Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. 20. nóvember 2020 12:25
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent