Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:31 Átökin í Tigray-héraði hafa leitt hundruð óbreyttra til dauða og þúsundir hafa flúið yfir til Súdan. Getty/Andrea Ronchini Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki. Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki.
Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41
Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45
Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41