Látum raddir barna heyrast! Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már skrifa 20. nóvember 2020 13:00 Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Finnur Ricart Andrason Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun