Gæi hetja þegar bjart bál blasti við hjónum í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 21:19 Jóhannes tók þessa mynd á meðan beðið var eftir slökkviliðinu. Þarna var eldurinn nálægt því að ná hámarki. Jóhannes Örn Ævarsson Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“ Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“
Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira