Gæi hetja þegar bjart bál blasti við hjónum í Kópavogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 21:19 Jóhannes tók þessa mynd á meðan beðið var eftir slökkviliðinu. Þarna var eldurinn nálægt því að ná hámarki. Jóhannes Örn Ævarsson Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“ Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra. Heitur pottur, garðskúr og skjólveggir stóðu í ljósum logum. Eldsupptök eru ókunn en tæknideild lögreglu er með málið til rannsóknar. Kötturinn Gæi átti sinn þátt í því hjónin komust út áður en eldurinn náði hámarki. Slökkvilið tjáði hjónunum að aðeins munaði nokkrum mínútum á því að kviknaði í húsinu. Jóhannes Ævarsson, íbúi í Fagrahjalla, segir að árið 2020 haldi áfram að koma sér á óvart. Tíu rúður brotnuðu „Það var ansi óþægilegt að vakna uppúr þrjú í nótt og sjá að heiti potturinn, garðskúr og skjólveggir voru í björtu báli,“ segir Jóhannes í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann þakkar slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, úr starfstöðinni í Hafnarfirði sem voru fyrstir á staðinn, að ekki fór verr. Húsið hafi sloppið svo til óskemt að innan. Frá vinnu slökkvliðsins í nótt.Jóhannes Örn Ævarsson „Flest sem var á pallinum brann, 10 rúður brotnuðu, 1 gluggi, þakkantur og rennur farið en ótrúlegt að ekkert sót komst inn en það munaði bara örfáum mínútum sagði slökviliðsmaður að eldurinn kæmist inn. Við erum því mjög heppin að ekki fór verr og berum okkur vel.“ Jóhannes segir að því miður hafi nokkrar rúður brotnað í húsi nágranna í nótt en íbúar í nærliggjandi húsum yfirgáfu hús sín sömuleiðis í nótt enda stutt á milli húsa í götunni. Jóhann þakkar grönnum sínum fyrir aðstoð og samhug í nótt. Gott sé að eiga góða granna. „Helvítis læti“ í kettinum Svo virðist sem köttur þeirra hjóna, sem ber hið gæjalega nafn Gæi, hafi reynst betri en enginn í nótt. Jóhannes segir konu sína þakka kettinum fyrir að hafa vakið sig en sjálfur segist hann reyndar hafa verið vaknaður. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á því að eldur hafi verið fyrir utan húsið. Jóhannes er þakklátur fyrir að ekki fór verr. Jóhannes Örn Ævarsson „Hann kemur einstaka sinnum upp í á milli til okkar, ekki oft, en gerði það í nótt. Ég vaknaði alveg við það og lá svo sem vakandi. Svo verð ég var við það að konan veltir sé eitthvað og rekur höndina í köttinn sem stekkur upp og fram. Það þarf stundum ekkert mikið að koma við hann til að hann stökkvi fram,“ segir Jóhannes. Kona hans hafi vaknað við einhver „helvítis læti“ í kettinum. Hún heyri eitthvað snark en Jóhannes er sjálfur smiður og segir heyrnina ekki batna með árunum við þá iðju. Jóhannes ákvað að fara fram á snyrtinguna fyrst hann var vaknaður, leit út um gluggann og við honum blasti bál. Fór eins vel og farið gat miðað við aðstæður Jóhannes segist strax hafa hringt í Neyðarlínuna og þau hjónin komið sér út. Eldurinn hafi ekki náð hápunkti þarna og hann hafi reynt að slökkva í einhverju með garðslöngu til að byrja með. Það hafi fljótt reynst vonlaust. Slökkviliðið kom eftir um fimmtán mínútur að sögn Jóhannesar og þá var eldurinn orðinn töluvert mikill. Pallurinn og potturinn eru rústir einar.Jóhannes Örn Ævarsson Aðspurður hvort Gæi hafi reynst hetja segir Jóhannes á léttum nótum: „Þessi djöflagangur flýtti allavega fyrir að við vöknuðum.“ Eldurinn hafi aðeins komist í þakið svo það sé smá tjón á húsinu. Skjólveggur, heitur pottur, garðhúsgögn og pallurinn eru rústir einar. Ekkert sót hafi komist inn í húsið. „Þetta fór eins vel og það gat farið miðað við hvernig það leit út.“
Slökkvilið Kópavogur Dýr Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira