„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 16:20 Flugvirkjar að störfum hjá Landhelgisgæslunni. vísir/vilhelm Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30