„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 16:20 Flugvirkjar að störfum hjá Landhelgisgæslunni. vísir/vilhelm Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. Engin björgunarþyrla verði þá til taks á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Vísir/vilhelm Undanþágubeiðnum hafnað ítrekað Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að ef fram fari sem horfi muni þyrlufloti Gæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku, þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. „Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks eins og áætlað var þar sem vinna við skoðun sem hún er í hefur legið niðri í verkfallinu,“ segir í tilkynningu. Vinna við viðhaldsskipulagningu hafi jafnframt legið niðri í verkfallinu sem hafi þau áhrif að undirbúningur skoðana, eftirlit og frágangur viðhaldsgagna sé enginn. Ítrekuðum undanþágubeiðnum frá verkfalli vegna viðhaldsskipulagningar hafi verið hafnað af Flugvirkjafélagi Íslands. „Eftir sem áður þá blasir nú þegar við að ekki verður alltaf tiltæk björgunarþyrla og áhrifa verkfallsins mun gæta fram á næsta ár hvað varðar björgunarþjónustu LHG,“ segir í tilkynningu. Þyrlan gæti stöðvast fyrr Þá hafi verkefnum og æfingum verið frestað til að unnt sé að bregðast við neyðartilfellum en ljóst sé að slíkt ástand geti ekki varað lengi. „Neyðarástand skapast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar þyrlan stöðvast en hafa verður í huga að þyrlan getur stöðvast fyrr vegna óvæntra bilana. Engin björgunarþyrla verður þá til taks á landinu sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir í tilkynningu. Annarra áhrifa verkfallsins muni jafnframt gæta næstu vikur og mánuði. Fresta þurfi að taka leiguþyrluna TF-GNA í gagnið sem væntanleg er í janúar. Þá sé TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, óflughæf sem og flugvél Isavia, TF-FMS, sem Landhelgisgæslan sinnir viðhaldi á. Ástandið þegar grafalvarlegt Haft er eftir Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar í tilkynningu að úrræði Landhelgisgæslunnar séu senn á þrotum. Enn fremur verði að hafa í huga að Landhelgisgæslan sé ekki aðili að deilunni heldur sé hún á milli Flugvirkjafélagsins og ríkisins. „Það skiptir þjóðina máli að Landhelgisgæslan hafi björgunarþyrlur til taks ef vá ber að garði. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda ef mannskaði verður vegna þessa. […] Hlutverk Landhelgisgæslunnar er að tryggja að hægt sé að bregðast við neyðartilfellum sem upp koma. Ástandið er þegar orðið grafalvarlegt en ljóst er að neyðarástand mun ríkja í næstu viku þegar engin þyrla verður til taks.“ Átján flugvirkjar starfa hjá Landhelgisgæslunni. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði, að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn fréttastofu fyrr í mánuðinum.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16
Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar boða verkfall Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað verkfall hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. 21. október 2020 08:30