Sjáðu fáránleg mistök Courtois í sigri Belga á Dönum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 17:01 Thibaut Courtois horfir á eftir boltanum í markið eftir skelfileg mistök sín í leik Belga og Dana í gær. getty/John Berr Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánarmeistara Real Madrid, gerði sig sekan um ótrúleg mistök í leik Belgíu og Danmerkur í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það kom þó ekki að sök því Belgar unnu leikinn, 4-2, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum Þjóðardeildarinnar á næsta ári. Yuri Tielemans kom Belgum yfir strax á 3. mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan vítateig sem samherji hans hjá Leicester City, Kasper Schmeichel, réði ekki við. Á 17. mínútu jafnaði Jonas Wind með skalla og staðan í hálfleik var 1-1. Næst var röðin komin að Romelu Lukaku. Hann kom Belgíu aftur yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Belga á 69. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Thorgan Hazard. Lukaku hefur verið sjóðheitur með belgíska landsliðinu á undanförnum árum. Síðan 2017 hefur hann skorað 35 mörk í 33 landsleikjum. Hann er langmarkahæstur í sögu belgíska landsliðsins með 57 mörk. Á 86. mínútu færði Courtois Dönum mark á silfurfati. Nacer Chadli átti þá sendingu til baka á Courtois sem missti boltann undir hægri fótinn og inn fór hann. Markið minnti óneitanlega á sjálfsmark Garys Neville fyrir England gegn Króatíu 2006 þegar Paul Robinson missti sendingu hans undir sig og í netið. Sem betur fer fyrir Courtois skoraði De Bruyne fjórða mark Belga aðeins mínútu síðar eftir sendingu frá varamanninum Thomas Foket. Lokatölur 4-2, Belgíu í vil. Belgar, Ítalir, Frakkar og Spánverjar taka þátt í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar á Ítalíu á næsta ári. Ekkert þessara liða komst í úrslit Þjóðadeildarinnar í fyrra. Mörkin úr leik Belgíu og Danmerkur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Belgía 4-2 Danmörk
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira