Segir Hannes okkar besta markvörð frá upphafi og vill halda honum í landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Englandi í gær, 4-0. vísir/hulda margrét Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir engan vafa leika á því að Hannes Þór Halldórsson sé besti markvörður sem íslenska fótboltalandsliðið hefur átt. Hann vill að hann haldi áfram í landsliðinu, þótt hlutverk hans verði kannski annað en það hefur verið. Hannes lék seinni hálfleikinn í 4-0 tapinu fyrir Englandi í gær og jafnaði þar með met Birkis Kristinssonar sem leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Leiddar voru líkur að því að þetta væri hans síðasti landsleikur en hann vildi ekki staðfesta það eftir leikinn og sagði að framhaldið væri óljóst. „Leikjafjöldinn sem slíkur finnst mér ekki skipta máli í afrekum þessa manna, heldur hvað þeir hafa gert inni á vellinum. Þeir hafa komið okkur á tvö stórmót. Þetta eru okkar bestu leikmenn og hafa myndað okkar bestu landslið. Á því leikur ekki nokkur vafi. En hjá okkur öllum kemur að því að við þurfum að hætta. Það verður aldrei tekið af þessum strákum hversu mikið þeir hafa afrekað og gert fyrir okkur,“ sagði Bjarni eftir leikinn gegn Englandi í gær. „Hannes er svo ofboðslega stór hluti af þessu liði. Hann er besti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ég held að það sé ekki neinum blöðum um það að fletta. Þótt við höfum átt marga ágæta markverði er Hannes okkar besti markvörður.“ Ekki er víst hvort Hannes haldi áfram með landsliðinu en Bjarni vill halda honum í íslenska hópnum. „Persónulega teldi ég farsælast að Hannes héldi áfram með íslenska landsliðinu, kannski í öðru hlutverki en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég þekki Hannes ágætlega og hvernig karakter hann er og vinnusemin sem hann sýnir getur nýst þessu liði áfram. Það væri ómetanlegt fyrir leikmann eins og Rúnar Alex [Rúnarsson] og hugsanlega annan ungan markvörð að hafa Hannes við hlið sér,“ sagði Bjarni. Allir markverðirnir í íslenska hópnum fengu að spreyta sig í þessari landsleikjahrinu. Hannes lék gegn Ungverjalandi og seinni hálfleikinn gegn Englandi, Rúnar Alex gegn Danmörku og Ögmundur Kristinsson fyrri hálfleikinn gegn Englandi. Klippa: Umræða um Hannes
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira