Dagný snoðaði sig fyrir landsleikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 10:30 Hárið verður ekki að flækjast fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur í landsleikjunum mikilvægu á næstunni. Instagram/@dagnybrynjars Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) EM 2021 í Englandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætti að vera aðeins léttari á fæti þegar hún hittir félaga sína í íslenska kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni út til að spila tvo síðustu leikina í undankeppni EM. Vinni íslenska liðið báða leikina þá ætti liðið að tryggja sér sæti á EM í Englandi. Instagram/@dagnybrynjars Dagný missti af síðasta verkefni vegna meiðsla sem var útileikur á móti Svíþjóð. Dagný Brynjarsdóttir nær vonandi að ná sér fyrir leikina á móti Slóvakíu og Ungverjalandi sem fara fram 26. nóvember og 1. desember. Dagný ákvað að skella í róttæka útlitsbreytingu fyrir leikina. Hún sagði frá því á Instagram í gærkvöldi að hún hefði snoðað sig og sýndi líka myndir því til sönnunar. „Fólk sagði að ég myndi aldrei gera þetta og mamma mín leyfði mér það aldrei,“ skrifaði Dagný við myndina af sér á Instagram. Dagný Brynjarsdóttir er einn mikilvægasti og reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins og var sárt saknað í leiknum á móti Svíum. Dagný hefur skorað 29 mörk í 90 A-landsleikjum þar af 5 mörk í 5 leikjum í þessari undankeppni EM. Dagný er í ellefta sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi en hún er komin upp í þriðja sæti yfir þær markahæstu. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið. Fléttan sem fékk að fjúka.Instagram/@dagnybrynjars Íslensku stelpurnar eru í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki, en Svíþjóð situr á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki. Liðin í efsta sæti riðlanna fara beint áfram í lokakeppni EM ásamt þeim þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur. Hinar sex þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um þrjú laus sæti á EM 2021. Svíþjóð er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og eru þessir leikir því mikilvægir íslenska liðinu í baráttunni um sæti á EM 2021. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Dagnýjar á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars)
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira