Ísak Bergmann á milli Eiðs Smára og Ríkharðs á listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson eftir fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland sem var á Wembey í gær. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti