Einkunnir Íslands á Wembley: Ögmundur fékk bara hálfleik en var bestur Íþróttadeild Vísis skrifar 18. nóvember 2020 21:54 Ögmundur Kristinsson stóð sig vel í marki Íslands í kvöld. Getty/Carl Recine Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið átti aldrei möguleika í 4-0 tapi á móti Englendum í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld. Enska landsliðið yfirspilaði íslenska liðið í leiknum og íslensku strákarnir komust varla í boltann í leiknum. Mörk enska liðsins komu með fjögurra mínútna millibili í sitthvorum hálfleiknum en þau hefðu vel getað verið mun fleiri. Ögmundur Kristinsson stóð í markinu í fyrri hálfleik og var besti leikmaður liðsins þrátt fyrir að fara af velli í hálfleik. Kári Árnason var næstbestur í mögulega síðasta landsleik sínum. Heilt yfir þá náði íslenska liðið aldrei að vera alvöru þátttakandi í þessum leik og ekki batnaði staðan þegar liðið varð tíu á móti ellefu þegar Birkir Már Sævarsson fékk sitt annað gula spjald. Að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins. Byrjunarlið: Ögmundur Kristinsson, markvörður 7 Besti leikmaður Íslands. Varði þrisvar sinnum vel í fyrri hálfleik, einu sinni frá Saka og tvisvar sinnum frá Foden. Gat ekkert gert í mörkunum tveimur sem hann fékk á sig. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Virtist alltaf vera skrefi á eftir og átti í miklum erfiðleikum með sprækan Saka í sínum 95. landsleik. Fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í upphafi seinni hálfleiks. Seinna spjaldið var afar ódýrt. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Ekki nálægt því jafn öflugur og gegn Dönum á sunnudaginn en gerði betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Kári Árnason, miðvörður 6 Víkingurinn var góður í seinni hálfleik í væntanlega sínum síðasta landsleik og bjargaði nokkrum sinnum vel. Átti eins og allt íslenska liðið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var heppinn að Kane skoraði ekki þegar hann. Fékk eina færi Íslendinga eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði framhjá. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 4 Í alls konar vandræðum með ensku sóknarmennina í fyrri hálfleik en gekk betur eftir hlé eins og öðrum leikmönnum Íslands. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Óheppinn í öðru markinu þegar boltinn hrökk af honum og til Mounts. Fékk nánast engin tækifæri til að bregða sér í sóknina. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 5 Reyndi að setja pressu á ensku leikmennina en hafði ekki erindi sem erfiði. Gekk illa að halda boltanum. Hefur þó staðið sig með mikilli prýði í síðustu leikjum Íslands og stimplað sig inn í landsliðið. Birkir Bjarnason, miðjumaður 4 Virkaði lúinn í þriðja leiknum á viku og var allan tímann í eltingarleik. Átti of margar slakar sendingar og vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 4 Átti við ofurefli að etja gegn flinkum miðjumönnum Englendinga. Gekk ekkert að halda boltanum. Jón Daði Böðvarsson, framherji 4 Fékk ekki úr neinu að moða og gekk illa að halda boltanum. Dró ekki af sér í vinnslunni frekar en fyrri daginn. Albert Guðmundsson, framherji 4 Fékk enga þjónustu og missti boltann of auðveldlega í þau fáu skipti sem hann fékk hann. Í afar vanþakklátu hlutverki. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson kom inn á fyrir Ögmund Kristinsson á 46. mínútu 5 Lék seinni hálfleikinn og fékk á sig tvö mörk sem hann gat ekkert gert í. Hafði mun minna að gera en Ögmundur í fyrri hálfleik en Foden sigraðist tvisvar á honum. Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á fyrir Rúnar Má Sigurjónsson á 62. mínútu 6 Lék síðasta hálftímann og komst ágætlega frá sínu. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 73. mínútu - Tapaði boltanum í fjórða marki Englands. Lék of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 73. mínútu - Lék of lítið til að fá einkunn. Ísak Bergmann Jóhanneson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu - Kom inn á undir lokin í sínum fyrsta landsleik. Lék of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36