Spenntir fyrir skólanum og biðraðir hjá hárgreiðslustofum Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:41 Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Framhaldsskólanemar urðu hissa á því hversu spenntir þeir voru að fá loks að mæta aftur í skólann í dag, nú þegar létt hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá fengu börn að stunda sínar íþróttir aftur á ný og biðröð var út á götu á hárgreiðslustofum borgarinnar. Létt hefur verið á samkomutakmörkunum nú þegar kórónuveirufaraldurinn virðist vera á afturhaldi en alls greindust ellefu með veiruna í gær, og þar af voru níu í sóttkví. Einn lést á Landspítalanum í gær og hefur veiran því orðið 26 manns að bana frá því í lok febrúar. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti, en enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja fjarlægð fólks. Helstu breytingar eru þær að nú mega hárgreiðslu -og snyrtistofur opna aftur, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri er nú heimilt og framhaldsskólar gátu víða opnað aftur. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, og Helga Sverrisdóttir.Vísir/Egill Eins og sjá má í meðfylgandi sjónvarpsfrétt virðist sem nóg hafi verið að gera á hárgreiðslustöðvum. Hrafnhildur Arnardóttir, eigandi Greiðunnar, sagði að það hefði verið brjálað að gera hjá sér í dag. Viðskiptavinir hennar, þau Helga Sverrisdóttir og Sveinn Snæland sögðu það mjög gott að komast í klippingu. Þau Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum, sögðu það hafa komið sér á óvart hve spennt þau voru fyrir því að mæta í skólann. Það væri ekki hefðbundið. Emla Eik, Krummi Kaldal og Kári Daníel, nemendur í Verzlunarskólanum.Vísir/Egill Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði mikla gleði meðal nemenda og það væri gaman að heyra líf í skólahúsinu. „Það eru hlátrasköll og þau eru öll svo glöð og ánægð,“ sagði Ingi. Þá vantaði ekkert upp á gleðina hjá krökkum sem gátu mætt aftur á æfingu hjá Þrótti í dag. Stúlkur á æfingu hjá Þrótti í dag.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30 Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. 18. nóvember 2020 08:08
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. 18. nóvember 2020 06:30
Þessar breytingar taka gildi á morgun Létt verður á samkomutakmörkunum á morgun þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi, þó áfram verði tíu manna hámark. Nýgengi smita hér á landi er nú það næstlægsta í Evrópu. 17. nóvember 2020 19:30