Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 19:29 Maður fær blóðvökva úr einstakling sem hefur jafnað sig af Covid-19. epa/Cati Cladera Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira