„Ef að þetta verður þeirra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda á“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 18:44 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfair Erik Hamréns hjá íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm „Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
„Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18
Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15