„Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 15:00 Kári Árnason gæti spilað sinn síðasta landsleik í kvöld en vill þó ekki útiloka neitt. Hér setur hann höfuðið í boltann í leiknum gegn Ungverjum síðasta fimmtudag. EPA-EFE/Tibor Illyes Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58