Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2020 20:10 Þær Agnieszka Ewa Ziolkowska varaformaður Eflingar og Katarzyna Paluch pólskur ríkisborgari sem er atvinnulaus segja að ástandið sé erfitt. Aldrei hafa fleiri pólverjar verið atvinnulausir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. Nauðsynlegt sé að tryggja hópnum desember uppbót. Í lok október voru 4.063 atvinnulausir með pólskt ríkisfang eða tuttugu prósent allra atvinnulausra. Rúmlega tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en þetta þýðir að fimmti hver Pólverji er atvinnulaus. Lærir íslensku í atvinnuleysinu Katarzyna Paluch er ein þeirra en hún hafði unnið sem leiðsögumaður í þrjú ár þegar hún missti vinnuna í október. „Ég byrjaði að læra íslensku. Ég hef lært aðeins sjálf þessi ár sem ég hef verið hér en það er alltaf öðruvísi að fara í skóla. Vinnumálastofnun bauð hjálp við þetta svo nú eru margir farnir að læra íslensku, sennilega til að auka líkurnar á að fá vinnu.,“ segir Katarzyna og bætir við að hún hafi sem betur fer eignast nokkra góða vini hér á landi sem auðveldar henni lífið í atvinnuleitinni. „Það er virkilega hjálplegt,“ segir hún. Það er því miður ekki staðan hjá öllum atvinnulausum Pólverjum. Katarzyna Paluch hefur brugðið á það ráð að ræða íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonast til að hjálpi til við að finna vinnu. Hún segist fegin því að eiga nokkra góða vini á Íslandi sem hjálpi mikið. VÍSÍR/EGILL AÐALSTEINSSON Þeir hafa aldrei verið fleiri að sögn varaformanns Eflingar. „Það er mjög erfitt fyrir útlendinga að vera atvinnulausir. Við höfum ekki tengslanet, fjölskyldunet, svo það er mikil hætta á að maður verði niðurdreginn.,“ segir Agnieszka Ewa Ziolkowska, varaformaður Eflingar. Flestir hafi verið láglaunafólk og margir kvíði jólunum. Katarzyna bætir við að tungumálið geri atvinnuleitina erfiðari. „Tungumálið getur verið vandamál því mörg okkar tala ekki íslensku og sumir Pólverjar tala enga ensku og nú held ég að öll störfin séu fyrir fólk sem talar íslensku,“ segir Katarzyna. Hún vill þó vera hér áfram og segist bjartsýn á að fá starf fyrir næsta sumar. Meðfram íslenskunáminu hefur hún unnið að gerð tímarits fyrir leiðsögumenn og aðra í ferðaþjónustu sem kemur út í desember. Atvinnurekendum finnist auðveldara að segja útlendingum upp Agnieszka segir mörg dæmi um að fólki af erlendum uppruna sé sagt upp frekar en Íslendingum. „Það er af því að þeir vilja frekar halda íslenska starfsfólkinu frekar en útlendingum,“ segir Agnieszka. Einnig að atvinnurekendum finnist auðveldara að segja upp fólki af erlendum uppruna. „Þeir halda að fólkið fari aftur til heimalandsins en fyrir mörg þeirra er heimalandið hérna. Fólk hefur kannski búið hér í mörg ár,“ segir hún. Flestir láglaunafólk sem kvíðir jólunum Agniesza leggur áherslu á að flestir atvinnulausir pólverjar hafi verið láglaunafólk og margir kvíði fyrir jólunum. „Þannig þetta fólk á engann sparnað til að lifa á. Það er því gríðarlega mikilvægt að þeir fái greidda desemberuppbót. Stjórnvöld eru að hjálpa fyrirtækjum en það er gríðarlega mikilvægt að hjálpa fólki sem býr hér, borgar skatta og eiga hjálpina virkilega skilið,“ segir Agniezka. Drífa Snædal forseti ASÍ hefur áður sagt nauðsynlegt að tryggja atvinnuleitendum desemberuppbót sambærilega þeirri sem er að finna í kjarasamningnum á almennum vinnumarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira