Sveinn Aron og Ísak geta komist í þriggja ættliða klúbbinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 10:00 Það gæti heldur betur fjölgað í þriggja ættliða klúbbnum í kvöld. Ef þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson koma við sögu í leik Íslands og Englands á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld feta þeir í fótspor feðra og afa sinna með því að leika með íslenska A-landsliðinu. Sveinn Aron (22 ára) og Ísak (17 ára) voru meðal þeirra leikmanna úr U-21 árs landsliðinu sem voru kallaðir inn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi í kvöld. Ef þeir spila á Wembley í kvöld verða þeir fulltrúar þriðja ættliðarins í sínum fjölskyldum í A-landsliðinu í fótbolta. Óhætt er að segja að þeir Sveinn Aron og Ísak séu af miklum fótboltaaðalsættum. Afi Sveins Arons, Arnór Guðjohnsen, lék 73 landsleiki á árunum 1979-97 og skoraði fjórtán mörk. Sonur Arnórs og faðir Sveins Arons, Eiður Smári, lék 88 landsleiki á árunum 1996-2016 og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik í 0-3 sigri á Eistlandi í apríl 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn. Þeir feðgar áttu að spila saman gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum um sumarið en ekkert varð af því vegna alvarlegra meiðsla Eiðs Smára. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, lék 34 landsleiki á árunum 2001-07 og skoraði eitt mark. Faðir hans og afi Ísaks, Guðjón Þórðarson, lék sinn eina landsleik gegn Færeyjum 1985. Guðjón þjálfaði seinna íslenska landsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Elsti sonur hans, Þórður, var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á þessum tíma og sá næstelsti, Bjarni, lék einnig nokkra landsleiki undir stjórn föður síns. Hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls, Björn Bergmann Sigurðarson, hefur leikið sautján landsleiki fyrir Íslands hönd. Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að þrír eða fleiri ættliðir í sömu fjölskyldunni leika með íslenskum A-landsliðum í fótbolta. Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns og föðurs og þegar hann lék með A-landsliðinu.getty/Tony Marshall Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns, Þórhalls Einarssonar, og föðurs, Hinriks Þórhallssonar, þegar hann lék með landsliðinu í kringum aldamótin. Þórhallur Einarsson lék fyrsta landsleik Íslands gegn Danmörku 1946. Sonur hans, Hinrik, lék tvo landsleiki, annan 1976 og hinn 1980. Þórhallur Hinriksson lék svo fimm landsleiki á árunum 2000-01 og skoraði eitt mark. Albert Guðmundsson, sem er í íslenska landsliðinu og gæti leikið gegn Englandi í kvöld, á langafa, afa, móður og föður sem hafa leikið A-landsleiki. Nafni hans, Albert Guðmundsson, var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék sex landsleiki og skoraði tvö mörk. Sonur Alberts, Ingi Björn, lék fimmtán landsleiki og skoraði tvö mörk. Dóttir hans og móðir Alberts, Kristbjörg, lék fjóra landsleiki um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, lék svo tíu landsleiki og skoraði tvö mörk. Albert Guðmundsson er af miklum fótboltaættum.vísir/vilhelm Í íslenska hópnum sem mætir Englandi eru alls sjö leikmenn sem eiga foreldra sem hafa leikið A-landsleiki í fótbolta: Rúnar Alex Rúnarson (Rúnar Kristinsson), Hólmar Örn Eyjólfsson (Eyjólfur Sverrirsson), Birkir Bjarnason (Bjarni Sveinbjörnsson), Arnór Sigurðsson (Margrét Ákadóttir), Ísak Bergmann Jóhannesson (Jóhannes Karl Guðjónsson), Albert Guðmundsson (Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir) og Sveinn Aron Guðjohnsen (Eiður Smári Guðjohnsen). Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Ef þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson koma við sögu í leik Íslands og Englands á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld feta þeir í fótspor feðra og afa sinna með því að leika með íslenska A-landsliðinu. Sveinn Aron (22 ára) og Ísak (17 ára) voru meðal þeirra leikmanna úr U-21 árs landsliðinu sem voru kallaðir inn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi í kvöld. Ef þeir spila á Wembley í kvöld verða þeir fulltrúar þriðja ættliðarins í sínum fjölskyldum í A-landsliðinu í fótbolta. Óhætt er að segja að þeir Sveinn Aron og Ísak séu af miklum fótboltaaðalsættum. Afi Sveins Arons, Arnór Guðjohnsen, lék 73 landsleiki á árunum 1979-97 og skoraði fjórtán mörk. Sonur Arnórs og faðir Sveins Arons, Eiður Smári, lék 88 landsleiki á árunum 1996-2016 og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik í 0-3 sigri á Eistlandi í apríl 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn. Þeir feðgar áttu að spila saman gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum um sumarið en ekkert varð af því vegna alvarlegra meiðsla Eiðs Smára. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, lék 34 landsleiki á árunum 2001-07 og skoraði eitt mark. Faðir hans og afi Ísaks, Guðjón Þórðarson, lék sinn eina landsleik gegn Færeyjum 1985. Guðjón þjálfaði seinna íslenska landsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Elsti sonur hans, Þórður, var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á þessum tíma og sá næstelsti, Bjarni, lék einnig nokkra landsleiki undir stjórn föður síns. Hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls, Björn Bergmann Sigurðarson, hefur leikið sautján landsleiki fyrir Íslands hönd. Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að þrír eða fleiri ættliðir í sömu fjölskyldunni leika með íslenskum A-landsliðum í fótbolta. Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns og föðurs og þegar hann lék með A-landsliðinu.getty/Tony Marshall Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns, Þórhalls Einarssonar, og föðurs, Hinriks Þórhallssonar, þegar hann lék með landsliðinu í kringum aldamótin. Þórhallur Einarsson lék fyrsta landsleik Íslands gegn Danmörku 1946. Sonur hans, Hinrik, lék tvo landsleiki, annan 1976 og hinn 1980. Þórhallur Hinriksson lék svo fimm landsleiki á árunum 2000-01 og skoraði eitt mark. Albert Guðmundsson, sem er í íslenska landsliðinu og gæti leikið gegn Englandi í kvöld, á langafa, afa, móður og föður sem hafa leikið A-landsleiki. Nafni hans, Albert Guðmundsson, var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék sex landsleiki og skoraði tvö mörk. Sonur Alberts, Ingi Björn, lék fimmtán landsleiki og skoraði tvö mörk. Dóttir hans og móðir Alberts, Kristbjörg, lék fjóra landsleiki um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, lék svo tíu landsleiki og skoraði tvö mörk. Albert Guðmundsson er af miklum fótboltaættum.vísir/vilhelm Í íslenska hópnum sem mætir Englandi eru alls sjö leikmenn sem eiga foreldra sem hafa leikið A-landsleiki í fótbolta: Rúnar Alex Rúnarson (Rúnar Kristinsson), Hólmar Örn Eyjólfsson (Eyjólfur Sverrirsson), Birkir Bjarnason (Bjarni Sveinbjörnsson), Arnór Sigurðsson (Margrét Ákadóttir), Ísak Bergmann Jóhannesson (Jóhannes Karl Guðjónsson), Albert Guðmundsson (Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir) og Sveinn Aron Guðjohnsen (Eiður Smári Guðjohnsen). Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50
Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40
Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01