Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:18 Það er tómlegt í sundlaugum landsins þessa dagana, líkt og var í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlögregluþjónn almannavarna telur ólíklegt að sundlaugarnar opni á næstunni. Vísir/Vilhelm Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira