Englendingar gætu verið búnir að eignast nýjan Gazza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Jack Grealish með boltann í leiknum á móti Belgíu. Getty/John Berry Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira