Innlent

Grímuskylda í 5. - 7. bekk afnumin

Samúel Karl Ólason skrifar
Krakkar í Réttarholtsskóla.
Krakkar í Réttarholtsskóla. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fella niður grímuskyldu skólabarna í 5. - 7. bekk. Þau verða einnig ekki háð tveggja metra nálægðartakmörkunum, eins og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að grímuskylda kennara gagnvart þessum tilteknu börnum verði einig afnumin.

Þetta sé samkvæmt heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er þetta gert í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Grímuskylda var sett á þessi skólabörn í byrjun mánaðarins og á sama tíma var skólabörnum skipt niður í hólf. Samkvæmt sóttvarnarreglum sem tóku þá gildi þurftu börn sex ára og eldri að fara eftir reglum um tveggja metra fjarlægð, fjöldatakmarkanir og grímuskyldu á almannafæri.

Í viðbót við minnisblað sitt frá 11. nóvember, leggur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, til að þessum reglum verði breytt. Hann segir breytingarnar til komnar vegna umræðu um skólahald í grunnskólum frá og með 18. nóvember. 

Hann leggur einnig til að reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.


Tengdar fréttir

Jón forseti með Covid grímu í Hafnarfirði

Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga og forseti hangir nú upp á vegg í Íshúsinu í Hafnarfirði með Covid grímu. Myndina málaði Gunnar Júlíusson, listamaður en verkið kallar hann; "Ver mótmælum Covid".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×