Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 21:00 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að breytingar verði á fyrirkomulagi leghálsskimana frá áramótum. VÍSIR/SIGURJÓN Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira
Breyta á fyrirkomulagi leghálsskimana um áramótin. Gerðar verða veirumælingar á konum í stað hefðbundinnar frumusýnaskoðunar sem forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að muni auka gæðin. Til stendur að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. „Það lítur út fyrir að við munum færast út í að mæla HPV-veiru í leghálsstrokinu sem þýður að við erum að gá hvort að það hafi orðið veirusýking og ef svo er þá er farið út í nánari skoðun með frumuskoðun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í dag er þessu öfugt farið, fyrst er gerð frumurannsókn og í sumum tilvikum gerð HPV-mæling. HPV-veiran er ein helsta orsök frumubreytinga í leghálsi. „Með því að taka yfir veirumælingarnar frekar en frumusýnaskoðun þá aukum við næmnina, við munum greina meira og þá missum við minna af tilvikum sem þarf að fylgja eftir,“ segir Óskar. Frá og með áramótum fái konur boðun í skimun á heilsugæslustöð. Nú sé verið að skoða hvar rannsaka eigi sýnin en þrír staðir komi til greina: Landspítalinn og tvær stórar rannsóknarstofur í Danmörku og í Svíþjóð. „Því stærri sem rannsóknarstofurnar eru þá væntir maður þess að gæðamálin séu trygg en það er líka mikilvægt að viðhalda rannsóknum á Íslandi þannig þetta er ekkert auðvelt að ákveða,“ segir Óskar og bætir við að rannsóknarstofan Danmörku sjái til að mynda um rannsókn á sýnum frá Grænlandi og Færeyjum sem hafi reynst mjög vel. Óskar segir að ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Þá hefur það færst í aukana erlendis að konur taki sýnin sjálfar að heiman. Rannsóknir hafi staðfest að það sé jafn gott til veirumælinga. Þetta kemur til greina hér á landi en þó ekki um ármaótin. „Ef það er jafn gott þá af hverju ekki?,“ spyr hann og bætir við að þessu fylgi meiri hagkvæmni. „En fyrst og fremst auknar líkur á því að fleiri mæti í skimun því ef við fáum aukna mætingu þá aukum við líkurnar á því að konur deyi síður úr leghálskrabbameini.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Sjá meira