Bil eða Víðisfjarri? Leitað að orði fyrir lykilhugtak í kórónukreppunni Þórir Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni á blaðamannafundi í Hörpu Vísir/vilhelm Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að finna gott íslenskt orð yfir lykilhugtak í baráttunni gegn kórónuveirufarsóttinni, segir Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þó hafa borist tugir hugmynda en engin náð að festa sig í sessi. Ágústa segir að sárlega vanti góða þýðingu á enska hugtakinu physical distancing, sem lýsir því þegar fólk heldur fjarlægð frá öðru fólki. „Alþjóða heilbrigðismálastofnunin kom upphaflega með social distancing en síðan var því breytt í physical distancing sem er heppilegra,“ segir Ágústa. „Þetta snýst bara um fjarlægð en maður á að halda samskiptum við aðra.“ Ágústa segir að margir virðist hafa fest sig í fyrra hugtakinu, og komið með orð eins og félagsforðun, en ekki tekið eftir því þegar því var breytt. Samt vanti ekki hugvitsamlegar tillögur. Ágústa Þorbergsdóttir ritstjóri nýyrðavefs.Aðsend „Það hafa komið alveg ótrúlega margar tillögur, alls í kringum 70,“ segir Ágústa. „Þær eru meðal annars nálægðartakmörk, samskiptafjarlægð, fjarlægðarmörk, félagsleg fjarlægð og sumir segja bara bil og vilja ekkert annað orð. Og út í það að vera Víðisfjarri, sem gengur nú ekki. Það er ekkert eitt orð fast en gríðarlega margar tillögur.“ Nýyrðavefurinn er tveggja ára. Hann var birtur á degi íslenskrar tungu fyrir tveimur árum en deginum er einmitt fagnað í dag. Eins og nærri má geta endurspegla hugmyndir að nýyrðum sem Ágústu berast veruleikann og tíðarandann í samfélaginu á hverjum tíma. „Stundum er það þannig að ef það er ekki auglýst eftir orði þá er bara ekkert eitt orð sem sigrar. Svo eru önnur orð sem eru bara notuð eins og smitgát, heimasóttkví og úrvinnslusóttkví. Fólk er bara sátt við þau orð og er ekkert að breyta þeim.“ Eitt orð, sem byrjaði sem slangur, er farið að vinna sér fastan sess í orðaforða margra segir Ágústa. „Það sem lifir er orðið kóviti, um þennan sjálfskipaða sérfræðing í veirufræðum sem veit í rauninni ekki neitt.“ Á vefnum má sjá að umtalaðasta nýyrðið er orð sem er reyndar alls ekki nýtt heldur hefur fengið aðra merkingu. Orðið dóni þýðir ekki bara dóni, það er einhver sem er dónalegur, heldur má nota það yfir dróna með myndavél. Einhverjum finnast slík tæki greinilega vera dónar. Önnur umtöluð orð eru til dæmis blökkudagur fyrir Black Friday, sjallaballi fyrir fyrrum alþýðubandalagsmenn sem nú eru í stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn og Víxla, sem er hugsað sem íslenskt heiti á Nintendo Switch leikjatölvunni. Þeir sem heima sitja á þessum heimaverutímum ættu auðveldlega að geta varið tímanum vel við að vafra á nýyrðavefnum. Hægt er að fletta upp vinsælustu nýyrðunum, þeim nýjustu og þeim sem eru mest umtöluð. Þannig er vinsælasta nýyrðið þyrnihrós, sem lýsir því þegar „einhver gefur þér hrós sem er sagt eða meint á niðrandi máta.“ Nýjasta nýyrðið þegar þetta er skrifað er heyrnartappi, sem flestir kalla bara airpods upp á ensku. Önnur orð eru til dæmis standhjól, kraftakría, bossabrennir og brjóstblundur – sem lesendur geta reynt að geta sér til um hvað þýða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska á tækniöld Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira