Sjáðu vandræði Tigers Woods á verstu holu hans á ferlinum: Tíu högg á par 3 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 15:32 Tiger Woods náði fimm fuglum á síðustu sex holunum eftir hörmungarnar á tólftu. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira