„Veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 12:49 KR-ingar áttu fína möguleika á að ná Evrópusæti í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, þegar mótahaldi var hætt vegna ákvörðunar KSÍ. vísir/bára KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
KR-ingar hafa ekki gefist upp í baráttu sinni fyrir því að keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni í fótbolta verði kláruð. Framarar eru að meta sína stöðu með lögfræðingi. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði í dag frá kæru KR og Fram á hendur stjórn KSÍ, á þeim forsendum að ekki væri heimild til að kæra KSÍ til nefndarinnar. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunardómstóls KSÍ. KR-ingar kröfðust þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október um að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppnum yrði felld úr gildi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir KR, fjárhagslegir og íþróttalegir, en standi ákvörðun stjórnar KSÍ er öruggt að karlalið KR fer ekki í Evrópukeppni á næsta ári og kvennaliðið fellur. Fram var í baráttu við Leikni R. um að komast upp í úrvalsdeild þegar mótið var blásið af, og kærði þá ákvörðun að Leiknir færi upp um deild. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Vísi að ljóst væri að KR myndi áfrýja niðurstöðunni. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, sagði við Vísi að málið væri til skoðunar hjá félaginu. „Við munum fara með þetta mál lengra“ „Við eigum eftir að átta okkur á því í hvaða farveg sé réttast að setja þetta mál en við munum fara með þetta mál lengra, það er ekki spurning. Væntanlega fer það fyrir áfrýjunardómstól KSÍ, alla vega fyrst. Við munum í það minnsta leita okkar réttar gagnvart sambandinu,“ sagði Páll við Vísi. Aðspurður hvort ekki væri hætt við því að áfrýjunardómstóll KSÍ tæki sama pól í hæðina og aga- og úrskurðarnefnd svaraði Páll: „Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að endurskoða ákvarðanir stjórnar þá er mér verulega brugðið. Ég tel að þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar sé ekki rétt, og að málið eigi að minnsta kosti að fá efnislega umfjöllun. Ekki að málinu sé bara vísað frá af því að það sé ekki hægt að bera ákvörðun stjórnar undir dómstól. Ég veit ekki hver tilgangur þessa dómstóls er ef að stjórnin er hafin yfir leikreglur,“ sagði Páll. Páll sagði ljóst að ef til þess kæmi væri einnig hægt að fara með málið til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, alþjóða íþróttadómstólsins eða fyrir íslenska dómstóla: „Við munum skoða alla okkar möguleika.“
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Fram KR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira