Menning

Há­­tíðar­dag­­skrá í til­­efni af degi ís­­lenskrar tungu

Atli Ísleifsson skrifar
Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember á hverju ári. Dagurinn er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn 16. nóvember á hverju ári. Dagurinn er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Árnastofnun

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem haldinn er í dag, verður hátíðardagskrá streymt frá Hörpu. Dagskráin hefst klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu.

Dagskrá: 

  • Tónlistaratriði – Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari.
  • Ljóðalestur – Arnmundur Ernst Backman les ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
  • Afhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar og sérstakrar viðurkenningar á degi íslenskrar tungu – Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
  • Tónlistaratriði – Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari.

Vegna fjöldatakmarkana verður viðburðurinn ekki opinn almenningi í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.