Innlent

Borgarstjóri felldi Oslóartréð í Heiðmörk í dag

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bar grímu er hann felldi um 12,4 metra hátt sextíu ára gamalt sitkagreni í Heiðmörk í dag.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bar grímu er hann felldi um 12,4 metra hátt sextíu ára gamalt sitkagreni í Heiðmörk í dag. Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi í dag Oslóartréð sem mun prýða Austufvöll yfir jólahátíðina venju samkvæmt. Tréð var fellt í fallegum lundi í Heiðmörk í dag en tréð er um 12,4 metra átt og sextíu ára gamalt sitkagrenitré að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Gaman að segja frá því að trénu hefur sennilega verið plantað á 10 ára afmæli Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem á 70 ára afmæli um þessar mundir,“ segir í tilkynningunni. Í ár stendur til að leggja mikið í skreytingar á trénu til að gleðja borgarbúa og gesti í kórónuveirufaraldrinum. Ljósin verða tendruð á Austurvelli þann 29. Nóvember en ekki er ljóst á þessari stundu með hvaða hætti athöfnin mun fara fram að þessu sinni í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

„Í Heiðmörkinni var einnig fellt tré sem verður Færeyingar fá að gjöf frá Reykjavíkurborg og kemur til með að prýða Tinghúsvöllinn í miðborg Þórshafnar. Þar verður kveikt á jólalýsingunni þann 28. nóvember nk,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Ljósin á trénu verða tendruð á Austurvelli þann 29. nóvember.Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×